Ýmislegt stöff frá mér.

miðvikudagur, 7. júlí 2010

The Fall

Langaði til þess að segja ykkur frá myndinni The Fall sem er orðin ein af uppáhaldsmyndunum mínum í dag. Það er margt sem getur heillað mig við kvikmyndir og það sem heillar mig við þessa mynd er hið mikla sjónræna sjónarspil. Leikstjórinn Tarsem Singh sem gerði The Cell sem Jennifer Lopez lék í, er orðinn þekktur fyrir kvikmyndir sem rosalega metnaðarfulla myndræna upplifun og súrrealískt umhverfi í myndunum sínum. (Sem eru held ég bara þessar tvær). Það er reyndar líka rosalega sætur aðalleikari (Lee Pace) og ekki skemmir hann fyrir.

Eins og ég sagði er rosalega mikið lagt upp úr sjónrænu hliðinu í þessari mynd.
Hún kom út árið 2006 og var eitthvað um 3 ár í framleiðslu og er til heimildarmynd um gerð hennar sem heitir Wanderlust. Myndin er tekin upp á 26 stöðum í 18 löndum. Sem sagt mikið um ferðalög í tökum þessarar myndar.

Hún fjallar um áhættuleikara sem lendir á spítala og hann kynnist ungri stúlku sem hann fer að segja ævintýrasögur. Ég vissi ekkert um þessa mynd n.b. og það var bara fínt að vaða blint í sjóinn. Þess vegna held ég að það sé ekkert sniðugt að segja of mikið um söguþráðinn. Þess í stað ætla ég bara að láta nokkrar myndir sýna ykkur við hverju má búast af þessu augnakonfekti.






Og þeir sem eru eitthvað að sér í listasögu ættu að sjá hér augljósa tilvísun úr posterinu fyrir myndina hérna efst í færslunni, í Mae West´s Apartment eftir Salvador Dali. Ef ekki þá vitiði það núna ;)

2 ummæli:

Orrrrri sagði...

þessi mynd var of töff

Jóna Heiða sagði...

Amm heavy. Fannst líka The Cell flott. Þrátt fyrir þarna J-Lo.