Ýmislegt stöff frá mér.

þriðjudagur, 20. júlí 2010

Suspiria

Ég fjallaði aðeins um The Fall hérna um daginn sem er ein af uppáhaldsmyndunum mínum. Þær eru nú orðnar nokkuð margar mínar uppáhalds og þ.á.m. er Suspiria frá 1977 eftir ítalska hrollvekjuleikstjórann Dario Argento. Þessi mynd er mikill áhrifavaldur hjá mér sér í lagi vegna þess hversu mikið augnakonfekt hún er. Lýsingin er alveg sér á parti sem og settið sem er alveg gegnsýrt af Art Nouveau arkitektúr og innanstokksmunum. Algjör fjársjóður fyrir mig semsagt þar sem ég er mikil áhugamanneskja um Art Nouveau eða Jugend stil eins og það heitir á þýsku.

En aftur að myndinni sem fjallar um unga stúlku sem er að byrja í balletskóla en fer eftir smá tíma að gruna að ekki sé allt með felldu hjá skólastýrunni og hennar fólki.

Kvikmyndatakan er algjört æði og lýsingin og hafði Dario Argento látið kvikmyndatökumanninn Luciano Tovoli fá heimaverkefnið að stúdera litina í Mjallhvít og dvergarnir sjö frá 1937 og aðlaga það að þessari mynd.

Það sem er skrítnast við myndina er leikurinn og handritið. Leikararnir höfðu flestir annað tungumál en ensku sem móðurmál og var þess vegna myndin döbbuð þegar tökum var lokið. Samtölin í myndinni eru líka barnsleg og kjánaleg en upphaflega hafði handritið verið skrifað með það í huga að ballerínurnar í skólanum væru um 12 ára gamlar. Framleiðendurnir vildu það ekki sökum hrottalegs ofbeldis í myndinni gagnvart nemendunum í ballettskólanum, þannig að persónurnar í myndinni voru gerðar eldri án þess þó að breyta handritinu á nokkurn hátt. Fyrir vikið hljóma leikararnir eins og þeir séu alveg nett útúrdópaðir og kexaðir. Frekar spes.

Það sem setur svo punktinn yfir i-ið er svo tónlistin í myndinni sem er eftir Goblin. Mest scary tónlist ever.


Ég ætla líka einhvern tímann að eignast þessa páfuglastyttu hérna fyrir ofan. Gordjöss.

Engin ummæli: