sunnudagur, 25. júlí 2010
Jæja þá er maður kominn til Vestmannaeyja og byrjaður að undirbúa Þjóðhátíðina. Spreytti mig í fyrsta skipti á flatkökubakstri. Ég reyndar gerði lítið hahaha. Var svona eins og lærlingur hjá mömmu og Öddu. Þær eru búnar að vera að læra þetta af ömmu minni í gegnum árin og afi hjálpaði líka til að hræra og svona. Þetta er hörkupúl og ekki laust við að maður sé með væga reykeitrun eftir þetta, en Adda og mamma fóru létt með þetta, enda báðar hörkupíur. Ég var bara að aðstoða, hengdi út þvott og svona og taka myndir hehe.
Mér finnst þessi vika alltaf svo skemmtileg. Þ.e.a.s. vikan fyrir Þjóðhátíð. Allir að undirbúa; mála tjaldsúlurnar, viðra tjaldið sjálft, byrja að smyrja nesti og svona. Svo tekur maður skemmtilegan rúnt í dalinn til að sjá hvernig gengur þar. Úff þetta eru svo spennandi og skemmtilegir tímar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ert þú ábyrg fyrir bleiku kremröndinni í brúnu randalínunni frænka? Mér finnst hún eitthvað svo JónuHeiðuleg. :-)
Híhí. Nei amma er algjörlega ábyrg fyrir henni. Ég hef þetta frá ömmu. Hehe.
Skrifa ummæli