laugardagur, 27. desember 2008
sunnudagur, 31. ágúst 2008
En já...
þriðjudagur, 19. ágúst 2008
plöh
Svo eiga systur mínar 2 afmæli í dag! Til hamingju með afmælið systur :D
Túrilú
fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Quadrosables
Já ég er komin frá Barcelona og er hress og tönuð. Það var rosalega heitt úti og gott veður og við notuðum tímann alltaf í eitthvað annað en sólbað. Þegar svo loksins átti að fara á ströndina þá var skýjað. Ömó en ég er samt sem áður leðurtönuð. Langt síðan að ég verið svoleiðis. Ég verslaði og verslaði fyrir allan peninginn minn úti. Bætti fötum við í safnið mitt. Hef samt miklar áhyggjur af því að nýju fötin mín komist ekki fyrir í þetta safn þar sem það er orðið of stórt. Annars er Barcelona afskaplega falleg borg. Það er greinilegt að hvert smáatriði hefur verið úthugsað. Stéttarnar eru m.a.s. flúraðar. Við skoðuðum slatta þarna úti. Hefðum samt getað skoðað meira en hey ég var í fríi og nennti ekki að gera of mikið. Við skoðuðum Gaudi garðinn og safnið. Garðurinn var æði og síðan var Sagrada Familía rosaleg. Eins og bygging á annarri plánetu. Ég læt fylgja með nokkrar myndir frá ferðinni. Aðallega Gaudi garðinum og La Bocceria sem er geggjaður matarmarkaður. Ég var alveg hugfangin þar inni. Þúst sjáiði allt nammið. Svo litríkt og fallegt.
fimmtudagur, 31. júlí 2008
Maður lifandi
laugardagur, 21. júní 2008
Fjör
En já það sem er að frétta af mér er að ég er orðin 27 ára og orðin rauðhærð. Já nú eru krakkarnir ekki lengur að rugla mér saman við Ronju lengur. Kannski bara Línu en hún er líka kúl. Hver vill ekki vera eins og Lína töffari?
Mínir menn í Rússlandi komust áfram í undanúrslitin áðan með góðum sigri á Hollandi. Gjörsamlega yfirspiluðu þá. Pavlyuchenko er náttúrulega geðveikur og hinn framherjinn líka. Líta soldið út eins og fermingarstrákar. Þeir eru líka alltaf sætastir...
Er einhver í stuði í vikunni fyrir að gera eitthvað skemmtó? Pikknikk eða fótbolta eða eitthvað??
mánudagur, 16. júní 2008
Það misheppnuðust 4 af 12 myndum af þessari filmu. Þurfti endilega að gera einhverjar tilraunir með flassið og það varð algert mis. En hinar myndirnar voru bara fínar. Það er svo skemmtilegur karakter í myndum sem eru teknar með Holgu. Hún náttúrulega lekur ljósi og þess vegna er jaðarinn og hornin svona dökk. Mér finnst það allavega über svalt. En já vildi bara láta vita af mér um sinn. Heyri í ykkur aftur bráðlega.
föstudagur, 30. maí 2008
Myndband vikunnar... og fleira.
Ég held líka að sumarið hafi komið síðdegis í dag með rigningu, svartaþoku og öllu tilheyrandi. Dæmigert. En jæja ég er að fara til Barcelona yfir verslunarmannahelgina þannig að ég hlýt að fá einhverja sól. (Voða ekki kominn júní og ég strax búin að gefa sumarið upp á bátinn).
Annars ætla ég að koma hérna með myndband vikunnar sem er að þessu sinni með snillingnum Chris Isaak. Eins og ég þoldi ekki þennan mann þegar ég var krakki. Fannst hann hræðilega hallærislegur en í dag finnst mér hann æði. Lögin hans eru æðislega falleg og skemmtileg. Go walking down there er m.a.s. eitt af uppáhaldslögunum mínum bara ever. Rockabilly gaur sko og svolítið crazy sumarlegt video.
þriðjudagur, 20. maí 2008
Myndband vikunnar
mánudagur, 19. maí 2008
Myndlistarsýning, árshátíð og bara blóm...
Smá vormynd hérna í lokin. Skólinn er alveg að klárast og ég bara get ekki beðið eftir að geta farið í sólbað og labbað í bænum og halda reggea partíið sem ég ætlaði að halda í fyrra.
Ble ble.
miðvikudagur, 14. maí 2008
Myndlistarsýning
Allir eru hjartanlega velkomnir.
þriðjudagur, 13. maí 2008
Myndband vikunnar
föstudagur, 9. maí 2008
Föstudagur
þriðjudagur, 6. maí 2008
Myndband vikunnar
Njótið!
mánudagur, 5. maí 2008
Plants and Animals
Plants and Animals - Good Friend
En já ég hef eins og flestir verið löt við að blogga og ég eins og flestir tala sérstaklega mikið um það þegar ég blogga ekki. Eins og ég geti ekki bloggað um eitthvað annað en hvað ég blogga lítið. Maha! En það ER mikið að gera. En það er eitthvað að minnka. Myndlistin í Framhaldsskólanum er búin og endaði með sýningu sem að nokkrir strákar úr hópnum skipulögðu alveg sjálfir. Mjög gott framtak hjá þeim. Það þyrfti að gera þetta að árlegum viðburði þarna í FÍV. Gera eitthvað flott úr þessu. Svo er sýningin hjá krökkunum í sérdeildinni á næsta leyti. Hreint út sagt frábær myndlistasýning og efnilegir listamenn þar á ferðinni. Auglýsi það betur í næstu viku. Síðan er ég á fullu í að undirbúa mína fyrstu einkasýningu sem að verður í sumar. Auk þess er ég komin inn í námið sem ég sótti um. Sem sagt mikið að gera...
Segiði mér eitthvað skemmtilegt! :D
föstudagur, 18. apríl 2008
Hvar eru asísku þemadagarnir?
föstudagur, 4. apríl 2008
Japanskt
Heyrumst vonandi fljótlega.
þriðjudagur, 1. apríl 2008
Nýir þemadagar
mánudagur, 31. mars 2008
sunnudagur, 30. mars 2008
Duló
laugardagur, 22. mars 2008
fimmtudagur, 20. mars 2008
*hrollur*
Ég er búin að vera mjög dugleg að spara og ákvað að spreða smá til að verðlauna mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi gert verulega góð kaup. Ekki þó í Kringlunni heldur í Kolaportinu og Spúútnik. Keypti mér nefnilega 2 kg af fötum á einungis 6 þúsund krónur og geri aðrir betur. Mæli eindregið með kílómarkaði ef ykkur bráðvantar ný föt og buddan er tóm og allir eru þunglyndir af krepputali. Ný föt gleðja hjartað *hóst* veruleikafirrt *hóst*
Síðan kíkti ég í bíó á spænsku myndina El Orfanato. Bjóst ekki við öðru en að ég yrði hrædd í bíó og sú varð raunin. Var lengi að ná mér eftir hana og mæli ég eindregið með henni. Ég gerði svo sem fullt annað líka í Reykjavík. Horfði á anime, labbaði helling. Fór í heimsókn borðaði og til að toppa allt horfði ég á Interview with the vampire.
sunnudagur, 9. mars 2008
Einkar athyglisvert
föstudagur, 7. mars 2008
þriðjudagur, 4. mars 2008
Listasagan á 3:42 sek.?
Stormur
Annars er lítið annað að frétta. Læt fylgja hér með litla mynd. Ég er algjörlega ástfangin af þessum miðli. Þ.e.a.s. Svart blek og vatnslitapappír. Það býður upp á svo mikla möguleika. Er mikið búin að mála síðustu daga. Túrilú í bili.
föstudagur, 29. febrúar 2008
miðvikudagur, 27. febrúar 2008
þriðjudagur, 26. febrúar 2008
mánudagur, 18. febrúar 2008
Á hraðferð.....
miðvikudagur, 13. febrúar 2008
mánudagur, 11. febrúar 2008
þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Gulur Rauður Blár
En nóg um það.
Mér hefur alltaf fundist gaman að Animal Collective. Þeir eru svo skemmtilega crazy. Svona barnalega crazy eiginlega. Svo finnst mér artworkið alveg frábært á nýju plötunni. Einfalt og brutal. Með Grunnlitunum. Þúst þvílík snilld.
Og já... Kjósa... Mig... Slinger
miðvikudagur, 30. janúar 2008
Su
Þegar ég skoðaði verkið hennar While you were sleeping fór ég svolítið að hugsa um útskriftarverkið mitt árið 2005, þó að þau séu ekki nálægt því að vera neitt lík. Allt öðruvísi stíll og aðrar forsendur og svoleiðis. Ég hef samt alltaf verið frekar mikið fyrir svona dútl og vinnu í höndunum og það er kannski það sem mér finnst líkt við verkin. Ég er farin að sakna svolítið myndlistarinnar. Ég er ekki búin að vera dugleg síðustu 2 árin eða svo. En ég er að byrja aftur á þessu og svona. Vonandi fer þetta að koma hjá mér á næstunni.
Mér líkar við Su Blackwell :)
P.S. Ótrúlegt hvað maður finnur ekki hluti á ögurstundu. Ætlaði að koma með myndir af útskriftarverkinu en þær verða bara að koma seinna. Sumir muna kannski eftir því?
miðvikudagur, 23. janúar 2008
23. janúar
þriðjudagur, 22. janúar 2008
zzzZZZZZZZZ...
En þrátt fyrir að ég hafi svona mikið að gera hef ég alltaf tíma til að föndra eitthvað. Það er gaman að búa til hárbönd. :D
sunnudagur, 20. janúar 2008
"Tóka Kóka"
þriðjudagur, 15. janúar 2008
Holga
Jæja það fer að styttast í það að ég geti farið að framkalla filmu úr nýja dótinu mínu. Fékk nefnilega Holga Colour Flash í jólagjöf og myndirnar verða vonandi allsvaðalegar. Er með 120 formatta filmu og það koma bara 12 myndir. Þetta er dýrt spaug en vonandi þess virði. Ég get vonandi postað einhverjum flottum myndum bráðlega en samt ekki strax. Þarf nefnilega að framkalla þetta dót í rvk :S
fimmtudagur, 10. janúar 2008
mánudagur, 7. janúar 2008
Jólin búin :(
Þeir eru samt komnir ofan í kassa núna því miður. Ég á eftir að sakna þeirra. En hérna koma svo nokkrar myndir frá jólunum: